Þanggeit


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Þanggeit er afar sérkennileg marflóartegund sem finnst í einstaka fjörum. Hún getur orðið allt að 3 cm á lengd. Tegundin er aðlöguð að lífi innan um fíngerðan þörungagróður, mosadýr og hveldýr. Þanggeitur eru afar mjóslegnar með langan þráðlaga búk og stutta, hálfkúlulaga fætur. Þetta útlit er fullkomið til að fela sig innan um þörungaþræði. Þær geta verið grænleitar eða rauðbrúnleitar á lit, það fer einkum eftir því hvaða þörungategundum þær fela sig í.

Búsvæði
Þanggeitur finnast gjarnan í fjörupollum þar sem er skjólgott og mikið um fíngerða græn- eða rauðþörunga.

Fæða
Þanggeitur sitja fyrir smávaxinni bráð, einkum frumdýrum eða litlum ormum.