Kræklingur


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Kræklingur er án efa best þekkta skeldýrið í íslenskum fjörum. Hann getur orðið 8 cm á lengd. Hann er nokkuð auðþekkjanlegur á fagurdökkblárri skelinni sem er fremur fíngerð. Kræklingar finnast gjarnan saman í knippum.

Búsvæði
Kræklingur er algengastur í lygnum sandfjörum þar sem hann festir sig við laust grjót með festiþráðum. Hann er sérlega algengur þar sem ferskt vatn rennur um fjöruna.

Fæða
Kræklingur síar lífrænar agnir úr vatninu með tálknunum.

Annað
Kræklingi er stundum ruglað saman við öðu sem svipar til hans í lögun og lit en er mun stærri og grófgerðari. Aðan er oft meira hvít og/eða fjólublá og finnst fyrst og fremst í grýttum þangfjörum.