Olnbogaskel


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Olnbogaskel er þrátt fyrir nafn sitt snigill. Kuðungur olnbogaskeljar er mjög einfaldur að lögun. Hann er eins og húfa eða hattur og hefur enga snúninga. Olnbogaskeljar eru fremur litlar (um 1-1,5 cm á breidd). Þær eru brúnflekkóttar.

Búsvæði
Olnbogaskeljar festa sig við steina og stórgrýti í grýttum þangfjörum. Þær nota sogkraft til að festa sig afar kröftuglega við undirlagið og geta því þolað ágang brims.

Fæða
Olnbogaskeljar skrapa þörunga af grjóti sér til næringar. Á flóði halda olnbogaskeljarnar af stað í fæðuleit en í fjöru finna þær sér oftast góðan stað til að halda kyrru fyrir svo þær haldi raka og séu varðar fyrir rándýrum.