Bertálkni


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Bertálknar eru skellausir sniglar sem finnast eingöngu í sjó. Til eru margar tegundir á grunnsævi og sumir leita upp í fjöruna. Bertálknar geta verið mjög skrautlegir og fallegir. Hér við land eru flestir hvítir eða glærirog fremur smáir. Til eru stærri tegundir sem eru gular og jafnvel rauðleitar að lit. Bertálknar bera nafn sitt með rentu því tálknin sjást mjög vel að utanverðu þar sem þau mynda nokkurs konar krans á bakinu. Auk tálknanna eru oft mislangir angar á þeim. Fálmararnir eru oft langir og áberandi.

Búsvæði
Bertálknar finnast einkum mjög neðarlega í fjöru eða í skjólgóðum pollum og sjaldan eða aldrei ofan sjávarmáls þar sem þeir þola illa þurrk.

Fæða
Bertálknar eru rándýr eins og margir aðrir sniglar og éta meðal annars svampa, hveldýr, mosadýr eða aðra snigla.

Myndband á Fjöruvefnum