Slöngustjarna


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Slöngustjörnur eru einkennileg skrápdýr. Þær eru flestar fremur smávaxnar, með lítinn kringlóttan búk og fimm, langa ormlaga anga sem þær nota til að skríða hratt og fumlaust yfir sjávarbotninn. Slöngustjörnur hérlendis eru oftast fremur litdaufar, brúnar eða ljósar að lit. Sumar eru rauðleitar.

Búsvæði
Slöngustjörnur eru botndýr sem geta lifað á töluvert miklu dýpi en finnast einnig á grunnsævi og stundum í fjörum. Slöngustjörnur eru mikilvæg fæða fyrir fiska og fugla.

Fæða
Slöngustjörnur eru fyrst og fremst hræætur en veiða einnig lítil krabbadýr og orma sér til matar.