Marhnútur


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Marhnútur er kubbslegur fiskur með stórt höfuð og breiðan kjaft. Á höfðinu eru hvassir gaddar en búkurinn er fremur stuttur og fíngerður. Marhnútar geta verið breytilegir að lit en brúnir, appelsínugulir og grænir litir eru algengir. Marhnútar sem finnast í fjörum eru oftast fremur litlir en stórir marhnútar geta orðið allt að 30 cm langir.

Búsvæði
Marhnútar eru algengir hér við land á margs konar grunnsævi. Þeir finnast sjaldan á meira en 50 m dýpi. Í fjörum er þá helst að finna í stórum pollum eða neðst við þaraskóginn.

Fæða
Marhnútar éta flest sem að kjafti kemur, m.a. smærri fiska og önnur sjávardýr.

Myndband á Fjöruvefnum