Skeri


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Nokkrar tegundir skera finnast í fjöru. Skerar eru langir og mjóir með áberandi bursta á hverjum lið. Höfuðið er einnig áberandi með 4 augum og þreifurum. Skerar eru oftast rauðbrúnir að lit, en sumir geta verið grænleitir með fallegum gljáa. Risaskeri er stórvaxinn burstaormur sem getur orðið allt að 25 cm langur. Fjöruskeri getur orðið 12 cm. Leiruskeri er minni.

Búsvæði
Fjöruskeri er neðarlega í grýttum fjörum og finnst undir steinum. Risaskeri er grafinn í leðju og er sjaldgæfur. Leiruskeri er alltaf grafinn í leiruna, mest er af honum í árósum.

Fæða
Skerar nærast á lífrænum ögnum sem eru í leðjunni eða sandinum sem þeir búa í.

Annað
Skerar safnast saman í hundraða- og þúsundatali þegar tunglið er fullt síðla sumars eða á haustin til að æxlast. Áður en þeir synda upp að yfirborðinu hafa líkamar þeirra breyst og þeir orðið betri sunddýr. Þá er aftari hluti líkamans einnig orðinn fullur af eggjum og sviljum og ormarnir bókstaflega springa í yfirborðinu. Þegar þetta gerist má sjá yfirborð sjávarins hreyfast, svo mikill er fjöldinn og atgangurinn.

Myndband á Fjöruvefnum