Ranaormur


Ljósmynd

Teikning
Lýsing
Ranaormar eru sérkennilegir ormar í sjó. Þeir eru langir og mjóir en ólíkt burstaormum og ánum eru þeir ekki liðskiptir. Þeir hafa langan rana sem þeir geta teygt út og nýtist hann við að veiða bráð. Flestir íslenskir ranaormar eru innan við 10 cm á lengd en lengstu ranaormar í heimi eru um 30 metrar að lengd og þar með ein lengstu dýr í heimi !

Búsvæði
Ranaormar finnast gjarnan í fjöru, undir steinum eða grafnir í sand og leðju.

Fæða
Flestir ranaormar eru rándýr og veiða smávaxin krabbadýr og burstaorma.