Ljósmynd
Teikning
Lýsing
Stökkmor eru afar smávaxin jarðvegsskordýr, yfirleitt ekki lengri en 2-3 mm. Þau eru staflaga eða kúlulaga, gjarnan með áberandi höfuð, dökk augu og fálmara. Einnig er áberandi stökkgaffall á afturbolnum á langflestum tegundum sem nýtist við stökk. Til eru margar tegundir hérlendis, flestar eru frekar dauflitar, jafnvel nærri því glærar, en til eru tegundir sem eru áberandi fjólubláar eða gular á lit.
Búsvæði
Stökkmor eru algeng í alls konar jarðvegi sem og í og á gróðri. Þau finnast stundum innanhúss, t.d. í blómapottum.
Fæða
Stökkmor lifa aðallega á rotnandi plöntuleifum og eru þau mikilvægir sundrendur lífrænna leifa í jarðvegi.