Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

> Bjöllulirfa


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Lirfur ýmissa bjöllutegunda lifa í jarðvegi. Þær eru flestar fremur litlar eða innan við 1 cm. Eins og flestar skordýralirfur eru þær ormlaga en með greinilega liðskiptan bol og margar tegundir hafa sex fætur á frambol. Margar hafa vel mótað höfuð, dökkt á lit með kröftugum munnlimum.

Búsvæði

Bjöllur og lirfur þeirra finnast mjög víða - í alls konar gróðurlendi, í eða ofan á jarðvegi. Þær eru líka við mannabústaði og útihús.

Fæða

Bjöllulirfur eru oftast rándýr sem veiða smærri jarðvegsdýr svo sem þráðorma og stökkmor. Sumar eru grotætur og hræætur