Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

> Haustfeti


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Haustfeti er meðal best þekktu fiðrilda landsins. Hann barst þó ekki til Íslands fyrr en á þriðja tug tuttugustu aldar. Haustfeti er af fetaætt líkt og ættingjar hans, víðifeti, mófeti, skrautfeti og birkifeti. Haustfetinn er fremur smár, daufgrár á lit og líkt og önnur fiðrildi með langa fálmara og mjög langa munnlimi sem mynda sograna. Vængirnir eru þríhyrningslaga, grábrúnir með dröfnóttu mynstri.

Búsvæði

Haustfetar eru algengir í görðum og skóglendi. Þeir eru algengari sunnanlands en norðan.

Fæða

Líkt og flest fullvaxin fiðrildi lifir haustfetinn einkum á blómasafa. Lirfurnar eru laufætur og nýta sér margs konar trjátegundir, þó einkum reynivið, birki og víðitegundir.

Annað

Haustfetar bera nafn sitt með rentu því fiðrildin skríða úr púpunum síðla september og allt fram í nóvember eru karlfiðrildin afar áberandi í og við mannabústaði. Kvenfiðrildin eru minna áberandi því þau geta ekki flogið. Til að þau komist upp í trén til að verpa verða þau að skríða upp trjástofnana.