Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

> Skortíta


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Skortítur skipa margbreytilegan hóp skordýra. Hérlendis eru þær smávaxnar, ýmist með fjóra vængi eða vænglausar. Þær sem hafa vængi, hafa ýmist glæra, himnukennda vængi eða harða, hornkennda vængi. Fjölbreyttasti hópurinn eru blaðlýs, sem eru grænleitar, en flestar aðrar skortítur hérlendis eru fremur dauflitar. Skortítur hafa sograna sem er gjarnan mjög áberandi.

Búsvæði

Skortítur finnast víða og þar sem flestar þeirra eru jurtaætur eru þær algengar í gróðurlendi og sitja gjarnan á plöntum, einkum runnum og trjám.

Fæða

Langflestar skortítur eru jurtaætur sem nærast á plöntusafa. Einstakar tegundir eru sníkjudýr, þ.m.t. veggjalúsin sem lifir í híbýlum manna og sýgur blóð úr stórum dýrum, þ.á m. mannfólki.