Ljósmynd
Teikning
Lýsing
Maríuhæna eða maríubjalla eins og hún er einnig kölluð er með skrautlegri bjöllutegundum landsins. Blettirnir á baki maríuhænunnar eru oftast sjö en hérlendis eiga þeir til að renna saman og eru þá færri.
Búsvæði
Maríuhænur lifa í graslendi sem og í kjarri og öðrum gróskumiklum gróðri.
Fæða
Maríuhænur lifa einkum á blaðlúsum. Maríuhænur eru rándýr og lifa mest á smáum skordýrum svo sem blaðlúsum.