Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

> Húsfluga


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Húsflugur eru án efa það skordýr sem flestir þekkja best enda afar algengar. Húsflugur eru meðalstórar flugur, svargráar lit, stundum með dökkar rákir á baki. Líkt og hjá öðrum tvívængjum sést afar vel að bolurinn er þrískiptur, sem einkennir öll skordýr. Augun eru áberandi stór og munnlimirnir mynda greinilegan lítinn sograna.

Búsvæði

Húsflugur bera nafn með rentu því þær eru afar algengar í mannabústöðum. Þær verpa eggjum sínum á raka staði, svo sem í jarðveg og rotnandi gróður en einnig í annað sem fyrirfinnst svo sem matarleifar.

Fæða

Húsflugur éta nær allt sem að kjafti kemur en einungis á vökvaformi. Þær nota munnvatn til að leysa upp ýmiss konar úrgang og smáar fæðuagnir sem þær sjúga svo upp með hjálp nokkurs konar svamps í enda ranans..

Annað

Eins og alþekkt er geta húsflugur auðveldlega gengið á hvolfi eins og í herbergisloftum. Það er vegna þess að á fótum þeirra eru kirtlar sem seyta vökvum. Yfirborðsspennan í þessum vökvum veldur því að flugurnar loða við loftflötinn.