Ljósmynd
Teikning
Lýsing
Hrossaflugur eru auðþekkjanlegar þar sem þær eru afar mjóslegnar flugur með mjög langa fætur og afar fíngerða, mjóa vængi. Stærsta tegundin hérlendis getur verið tæpir tveir sentimetrar á lengd en virkar gjarnan stærri vegna langra fótanna.
Búsvæði
Hrossaflugur eru algengar, einkum þar sem er nægur raki og gróður svo sem í votlendi og blómlendi. Þær eru einnig algengar í görðum og túnum og leita oft inn í hús.
Fæða
Fullorðnar hrossaflugur lifa skammt og borða lítið. Helst sjúga þær blómasafa. Lirfurnar lifa hins vegar efst í jarðvegi og lifa á rótum plantna, einkum grasrótum. Þær geta oft valdið miklum skaða í túnum og grasflötum.