Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

> Blaðlús


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Blaðlýs tilheyra skortítum. Þær eru afar smávaxnar, langflestar grænleitar, jafnvel hálfglærar á lit. Þær hafa gjarnan langa fálmara , langa, mjóa fætur og margar hafa gegnsæja vængi.

Búsvæði

Blaðlýs finnast einkum í trjám og á runnagróðri þar sem þær sitja gjarnan á laufblöðum og greinum.

Fæða

Blaðlýs eru jurtaætur og nærast einkum á jurtasafa sem þær sjúga út úr vefjum plantna með sograna.

Annað

Sumar blaðlýs fæða lifandi afkvæmi og meyfæðingar eru algengar. Stundum getur maður séð móður með aragrúa lítilla dætra í kringum sig á laufblöðum.