Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

> Jötunuxi


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Jötunuxar eru bæði smávaxnar og stórvaxnar bjöllur. Þeir þekkjast á því að vera ílangir og því að aðeins frambolurinn er hulinn skjaldvængjum og sjást afturbolsliðirnir því vel. Þar sem skjaldvængirnir eru oftast dökkleitir virðast jötunuxar því vera tvílitir. Flestir eru þó dökkbrúnir og ekki litskrúðugir. Jötunuxar hafa frekar stór höfuð og áberandi augu og geta fálmararnir einnig verið langir.

Búsvæði

Jötunuxar finnast víða í gróðurlendi þar sem jarðvegur er rakur og frjór og nóg um önnur smádýr. Algengt er að sjá þá skjótast undan steinum og einnig eru þeir algengir í nálægð við votlendi og jafnvel í fjörum.

Fæða

Jötunuxar eru rándýr og veiða ýmis smádýr sér til matar.

Annað

Ýmsir eru smeykir við jötunuxa sem er þó alveg óþarfi því þeir eru alveg hættulausir. Kannski er ástæðan sú að sumir þeirra fljúga og stór jötunuxi á flugi virkar ógnvekjandi.