Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

> Blómafluga


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Blómflugur eru í daglegu tali kallaðar randaflugur því þær eru margar hverjar gul-svartröndóttar. Þeim er því gjarnan ruglað saman við hunangsflugur og geitunga en ólíkt þeim eru blómflugur tvívængjur og því fjarskyldar þeim. Þær þekkjast vel á fluglaginu, en þær eru oft kyrrar á svifi í loftinu milli þess sem þær sækja í blóm.

Búsvæði

Blómflugur finnast víða þar sem er blómstrandi gróður, svo sem í görðum, valllendi og kjarrlendi.

Fæða

Blómflugur lifa einkum á frjókornum og blómasafa. Lirfurnar geta hins vegar verið rándýr og éta t.d. blaðlýs og önnur smávaxin skordýr. Blómflugur eru því stundum notaðar sem lífræn vörn gegn skaðvöldum í garðrækt.