Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

> Áttfætlumaur


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Áttfætlumaurar (einnig kallaðir mítlar) eru flestir afar smáir eða rétt sýnilegir. Höfuð, frambolur og afturbolur eru samvaxin og mynda einn, kúlulaga bol. Sumar tegundir hafa harða skel en aðrar hafa mjúkan líkama. Fullorðnir áttfætlumaurar hafa fjögur pör ganglima en á ungviðin vantar gjarnan eitt par svo fæturnir eru þá sex. Áttfætlumaurar eru oftast brúnleitir eða jafnvel hálfglærir en einnig eru til mjög skærlitar tegundir, t.d. eldrauðir mítlar sem sjást nálægt húsveggjum og efst í fjöru.

Búsvæði

Margar tegundir áttfætlumaura lifa í jarðvegi, aðrar í vatni og þó nokkuð margar tegundir eru sníkjudýr sem hanga á stærri dýrum og sjúga úr þeim blóð.

Fæða

Flestar mítlategundir eru rándýr en aðrar lifa á rotnandi leifum að ógleymdum sníklunum sem sjúga blóð úr hýslum sínum.