Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

> Langfætla


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Langfætlur líkjast mjög köngulóm en ólíkt þeim er afturbolurinn ekki vel aðskilinn frá frambolnum. Langfætlurnar hafa því gjarnan kúlulaga líkama. Fæturnir eru átta og eins og nafnið bendir til eru þeir mjög langir og mjóir. Augun eru einungis tvö og standa á stilkum fremst á bolnum. Langfætlur eru oftast ljósbrúngráleitar á litinn.

Búsvæði

Langfætlur finnast víða á þurrlendi. Þær eru ljósfælnar og þola illa mikinn þurrk. Þær eru oftast á ferli í ljósaskiptunum en á daginn halda þær sig gjarnan undir steini eða í gróðrarþykkni.

Fæða

Langfætlur eru rándýr og veiða minni bráð. Ólíkt köngulóm hafa þær enga eiturkirtla og spinna aldrei vefi. Þær éta einnig hræ af ýmsum smádýrum.

Annað

Hérlendis finnast fjórar langfætlutegundir en einungis ein er verulega algeng. Sú kallast langleggur og er ein algengasta padda á Íslandi. Margir ruglast á langfætlum og köngulóm.