Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

> Grápadda


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Grápöddur eru þurrlendiskrabbadýr. Þær hafa greinilega liðskiptan líkama. Höfuðið er smátt, með fálmurum, augum og smágerðum kjálkum. Bolurinn er egglaga og eru fótapörin sjö talsins. Eins og nafnið bendir til eru þær gráleitar á lit. Þær eiga það til að rúlla sig upp í kúlu ef þær eru áreittar. Stærstu grápöddurnar geta orðið 1,5-2 cm.

Búsvæði

Þrátt fyrir að hafa lungu eru grápöddur háðar röku umhverfi. Þær halda sig því gjarnan undir steinum eða innan um mjög þéttan og rakan lággróður eða jafnvel í efstu lögum jarðvegs. Þær eru oft algengar í gróðurhúsum og nálægt jarðhita.

Fæða

Grápöddur lifa einkum á rotnandi plöntuleifum.

Annað

Grápöddur tilheyra ættbálki þanglúsa og eiga sér ættingja í fjörum landsins.