Margfætla


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Margfætlur eru langar og mjóslegnar með margliðskiptan, flatan bol. Höfuðið er nokkuð áberandi með löngum, mjóum fálmurum og kraftalegum kjálkum. Á öllum liðum bolsins er eitt fótapar. Hver fótur stendur áberandi mikið út til hliðanna. Aftasta fótaparið er gjarnan lengst. Fjöldi fótapara er mismunandi eftir tegundum. Þær stærstu geta orðið 2-3 cm.

Búsvæði

Margfætlur eru einkum á ferli þegar rökkvar en á daginn leynast þær gjarnan undir steinum og á öðrum skjólgóðum, rökum stöðum. Þær finnast oft í húsum og görðum.

Fæða

Margfætlur eru öflug rándýr sem elta uppi bráðina enda eru þær mjög hraðskreiðar. Þær nota fremsta fótaparið til að grípa bráð. Einnig eru eiturkirtlar tengdir því fótapari.