Þúsundfætla


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Þúsundfætlur líkjast margfætlum að því leyti að þær eru langar og mjóar með margliðskiptan líkama og fjölda fótapara. Bolurinn er þó mun sívalari og höfuðið smærra. Meginmunurinn er þó að þúsundfætlur hafa tvö fótapör á hverjum lið í stað eins og yfirleitt vísa fæturnir nokkuð beint niður en ekki út til hliðana. Þá eru fálmarar á höfði frekar stuttir. Þúsundfætlur eru oftast frekar smáar (innan við 2 cm) og litdaufar hérlendis þó rauðar og brúnleitar tegundir finnist líka.

Búsvæði

Þúsundfætlur finnast víða þar sem er rakt og skjólgott, einkum þar sem er gróðursælt svo sem í görðum og skóglendi. Þær leita stundum í mannabústaði en eru þó lítt áberandi. Þær fara frekar hægt yfir og eru oft í felum undir steinum og laufi.

Fæða

Þúsundfætlur éta einkum rotnandi plöntuleifar.