Sníkjuvespa


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Sníkjuvespur tilheyra æðvængjum en eru ekki sérlega skyldar geitungum eða hunangsflugum. Þær eru afar mjóslegnar og sérstaklega er áberandi hve mittismjóar þær eru. Íslenskar sníkjuvespur eru flestar svartar á lit, stundum eru áberandi rauðar rendur á fótunum. Flestar eru mjög smávaxnar og lítt áberandi.

Búsvæði

Sníkjuvespur eru algengar í margs konar gróðurlendi, einkum þar sem fjöldi annarra skordýra fyrirfinnst. Á Íslandi eru þó nokkuð margar tegundir sníkjuvespa en þær algengustu kallast sledduvespur og finnast einkum í graslendi, svo sem í úthaga.

Fæða

Sníkjuvespur bera nafn með rentu því þær verpa eggjum sínum í lirfur annarra skordýra svo sem fiðrilda. Þegar lirfur sníkjuvespu koma úr egginu lifa þær á vefjum hýsilsins og púpa sig þar. Þegar þær klekjast út drepst hýsilinn.