Hunangsfluga


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Hunangsflugur tilheyra æðvængjum líkt og geitungar og hafa, eins og þeir, fjóra vængi og greinileg skil milli afturbols og frambols.. Þær eru þó auðþekkjanlegar á bústnum líkamanum og loðnum hárum sem þekja bolinn. Þær eru að mestu dökkar á lit en þó með áberandi gulum röndum. Sumar eru hvítar aftast á afturbolnum. Hunangsflugur hafa stungubrodd á afturbol en hann er ekki áberandi. Hunangsflugur eru meinlausar að mestu því þær stinga aðeins í neyð og eru aldrei árásargjarnar.

Búsvæði

Hunangsflugur eru algengar í margs konar gróðurlendi, allt frá rökum heiðum til grösugra garða. Þrjár hunangsflugutegundir finnast á Íslandi. Þær kallast móhumla, húshumla og garðhumla og eru það tvær þær síðarnefndu sem einkum finnast í þéttbýli.

Fæða

Hunangsflugur sækja í blóm og lifa á frjókornum og blómasafa.

Annað

Hunangsflugudrottningar vakna úr dvala á vorin og hefja fljótt að mynda bú. Búin eru oftast í holum undir steini eða húsvegg. Drottningin býr til hreiður inni í holunni úr mosa og öðrum gróðri og myndar síðan vaxköku úr hunangi og frjókornum. Hún verpir 10-12 eggjum í hólfin í vaxkökunni. Lirfurnar, sem klekjast úr eggjunum eftir um vikutíma, verða að þernum sem safna forða og ala upp næstu ungviði. Síðustu egg sumarsins innihalda karlflugur og nýjar drottningar. Þau makast og aðeins drottningarnar lifa veturinn. Geitungar og hunangsflugur eru með háþróað félagskerfi.