Brekkusnigill


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Á Íslandi eru um 40 tegundir snigla, þar af eru níu tegundir án kuðungs. Brekkusnigillinn er einn sá algengasti. Hann er grábrúnn á lit, misstór en algengast er að hann sé um 2 cm á lengd.

Búsvæði

Brekkusnigillinn er algengur í margs konar gróðurlendi, einkum þó þar sem gras er ríkjandi þekjugróður. Hann er algengur í görðum.

Fæða

Eins og langflestir landsniglar er brekkusnigillinn jurtaæta. Hann getur valdið usla í matjurtagörðum.

Annað

Sniglar tilheyra lindýrum. Langflestir sniglar lifa í sjó eða ferskvatni og anda með tálknum en sniglar á landi anda með nokkurs konar lungum. Þeir eru þó háðir rökum búsvæðum.og eru lítið áberandi þegar mjög þurrt er í veðri en birtast víða á gróðri í vætutíð.