Ljósmynd
Teikning
Lýsing
Ánamaðkar eru liðskiptir ormar sem hafa hvorki eiginlegt höfuð né útlimi. Þeir eru rauðbrúnir á lit, oftast 5-10 cm á lengd en geta þó orðið stærri.
Búsvæði
Ánamaðkar lifa í jarðvegi, fyrst og fremst í hinu lífræna lagi þar sem þeir grafa sér göng og stuðla þannig að auknu loftstreymi í moldinni sem og jarðvegsblöndun. Þessi starfsemi þeirra er mikilvæg fyrir aðrar lífverur í jarðveginum, þar með talið plöntur sem festa sér rætur í moldinni.
Fæða
Ánamaðkar lifa einkum á plöntuleifum í jarðveginum sem þeir brjóta niður. Sjálfir eru þeir mikilvæg fæða fyrir margar fuglategundir hér á landi..
Annað
Ánamaðkar eru tvíkynja, það er þeir hafa bæði kvenkyns og karlkyns æxlunarfæri. Við mökun á sér oftast stað víxlfrjóvgun. Ánamaðkar geta einnig endurmyndað hluta liðanna í líkamanum ef þeir særast. Það gerist þó einungis ef skaðinn er ekki of mikill.