Fiskifluga


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Fiskiflugur eru vel kunnugar, fremur stórvaxnar tvívængjur. Þær eru oftast dökkar á lit, jafnvel svartar, en oft slær á þær blá- eða grænleitum málmgljáa . Bolurinn er fremur þykkur, gjarnan þakinn hárum að töluverðu leyti. Stór augun eru einnig áberandi.

Búsvæði

Fiskiflugur finnast víða þar sem stærri dýr eru á ferð. Á Íslandi er algengast að finna þær í og við hús þar sem kjöt- og fiskúrgangur er í miklum mæli, svo sem við hafnir og sláturhús en einnig við heimahús og sveitabæi.

Fæða

Fiskiflugur sækja í margs konar fæðuauðlindir á fullorðinsstigi, einkum matarleifar og úrgang en einnig frjókorn og blómasafa. Lirfurnar (sem í daglegu tali kallast maðkar) lifa þó fyrst og fremst á úrgangi og rotnandi lífveruleifum enda er eggjunum verpt beint í matarleifar, hræ eða saur.