Ljósmynd
Teikning
Lýsing
Steinflugur teljast til frumstæðra skordýra. Fullorðnar flugur eru meðalstórar, með fremur stóra vængi sem eru glærir en með afar flóknu neti æða. Flugurnar eru ílangar og mjóar, þær hafa langa fálmara og tvo áberandi hala aftast á afturbolnum.
Steinflugur gangast ekki undir fullkomna myndbreytingu og hafa því ekki eiginlegt lirfustig heldur misstórar gyðlur. Gyðlurnar líkjast fullorðnu flugunum nema þær eru minni og vænglausar.
Búsvæði
Steinflugur eru fremur fáséðar hérlendis. Algengara er að finna gyðlur en þær dvelja öllum stundum á botni lækja og tjarna. Fullorðnu flugurnar sjást því gjarnan nálægt ferskvatnsbúsvæðum.
Fæða
Gyðlurnar éta allt sem að kjafti kemur, þörunga, plöntuleifar og smærri dýr.