Ljósmynd
Teikning
Lýsing
Tjarnatítur eru algeng vatnaskordýr hérlendis. Þær eru auðþekkjanlegar á því að aftasta fótaparið er ummyndað í stóra árlaga sundfætur sem standa út til hliðanna. Þær eru ansi öflugar á sundi þó þær komist ekki mjög hratt yfir. Tjarnatítur eru um sentimetri á lengd, brúnar að lit með ílangan búk og áberandi augu á höfðinu.
Búsvæði
Tjarnatítur finnast í lygnum, gróðursælum tjörnum og stöðuvötnum.
Fæða
Ólíkt brunnklukkum eru tjarnatítur aðallega jurtaætur og lifa einkum á svifþörungum.