Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Í vatninu á sundi - Krabbadýr > Skötuormur


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Skötuormur er frumstætt ferskvatnskrabbadýr. Skötuormar eru um 1-3 cm á lengd. Höfuðið og framhluti bolsins eru þakin stórum skildi að ofanverðu, þannig að liðskiptur líkaminn, munnlimir og fætur (10 pör) sjást nær eingöngu frá hlið eða að neðanverðu. Afturbolurinn stendur aftur úr skildinum, er greinilega liðskiptur og með tvo langa hala. Augu eru áberandi fremst á höfðinu og eru utan á skildinum. Fálmarar eru svo smáir að þeir koma ekki undan skildinum. Skötuormar eru brúngráir að lit.

Búsvæði

Hérlendis finnast skötuormar einkum í grunnum vötnum og tjörnum á hálendinu. Þeir eru fremur sjaldséðir þó mikill fjöldi sé oft af þeim þar sem þeir finnast.

Fæða

Skötuormar nota fremur stórgerða munnlimi sína til að grípa fæðuagnir úr umhverfinu sér til átu. Þeir éta ýmis smádýr sem lifa á botninum svo sem orma, mýlirfur o.fl.

Annað

Skötuormarnir eru fornaldarleg dýr á að líta og er gaman að fylgjast með þeim þar sem þeir líða yfir leirbotn lítilla grunnra tjarna. Þeir skilja eftir sig för og má stundum sjá aragrúa ráka sem mynda skemmtilegt mynstur.