Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Í vatninu á sundi - Vatnaskordýr > Vatnsköttur


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Lirfa brunnklukkunnar kallast vatnsköttur og er hann jafnvel ennþá stærri en fullorðna brunnklukkan. Vatnskötturinn er langur og sívalur með áberandi liðskiptan bol, nokkuð stórt höfuð og afar kröftuga kjálka. Hann er oftast brúnn eða grábrúnn á litinn.

Búsvæði

Bæði fullorðnar brunnklukkur og vatnskettir lifa í fersku, kyrru vatni, einkum lygnum tjörnum og grunnum stöðuvötnum þar sem er nægur gróður og mikið af dýrasvifi. Skyld tegund, Grænlandsklukka er algeng í tjörnum á hálendinu. Hún er enn stærri en brunnklukkan.

Fæða

Brunnklukkur og vatnskettir eru hvort tveggja skæð rándýr sem veiða smærri dýr í vatninu svo sem vatnaflær og mýlirfur.