Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Í vatninu á botninum - Liðormar > Áni


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Ánar eru liðormar og náskyldir ánamaðkinum. Á hverjum lið eru nokkur hár enda tilheyra ánarnir flokki fáburstunga. Nokkrar gerðir ána finnast í vötnum. Ein tegund er í ætt með ánamöðkum, vatnsmaðkur, gulbrún að lit og getur orðið 4-5 cm á lengd. Blóðmaðkur er í annarri ætt , hann er mjög mjósleginn, rauðleitur og um 3-5 cm. Pottormar eru í þriðju ættinni, þeir eru allir hvítleitir eða glærir og 1-2 cm á lengd. Röránar eða blóðánar skipa fjórðu ættina. Þeir eru blóðrauðir og lifa í púpum. Sundánar eru í fimmtu ættinni . Þeir eru ljósir að lit og með áberandi bursta. Algengastur er kviðburstungur sem er 5mm á lengd og glærhvítur.

Búsvæði

Ánar lifa einkum á og í botninum, á gróðri og sundánar geta líka synt um og finnast í svifi.

Fæða

Misjafnt er eftir tegundum hvað þeir éta, en flestir eru grotætur og sumir eru rándýr.