Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Í vatninu á botninum - Önnur dýr > Kornáta


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Kornátan eða efjuflóin er stærsta vatnaflóin á Íslandi en vatnaflær eru áberandi hópur ferskvatnskrabbadýra. Hún getur orðið 4 mm á lengd. Hún er gulbrúnleit, og skjöldurinn sem umlykur líkamann myndar áberandi kjöl sem á kornátunni lítur út eins og kryppa. Afturhlutinn sveigist fram og endar á kambi sem er alsettur tönnum og á enda hans eru klær.

Búsvæði

Kornátan heldur sig mest í og við botn vatna og tjarna en syndir líka um.

Fæða

Aðalfæða tegundarinnar eru jurtaleifar og bakteríur en einnig smáþörungar.

Annað

Kornátan er þýðingarmikil átutegund fyrir fisk og fugl.