Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Í vatninu á botninum - Önnur dýr > Vatnabobbi


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Tvær tegundir vatnabobba eru á Íslandi. Lóna- eða tjarnabobbi er mun algengari en dýjabobbi. Vatnabobbar eru sniglar í kuðungi. Stærðin er mjög breytileg. Í köldum vötnum verður fullorðinn bobbi vart meira en 7 mm að lengd en í gróskumiklum tjörnum getur hann náð a.m.k. 20 mm lengd. Hann er brúnleitur á lit. Tjarnabobbinn er eitt algengasta vatnadýr á Íslandi og er víða mikilvæg

Fæða

fyrir vatnafiska.

Búsvæði

Búsvæði vatnabobba eru breytileg. Tjarnabobbinn er gjarnan á grjótbotni en getur líka nýtt sér botngróður eins og kransþörunga, mara og nykrur. Hann hefur mjög vítt hitaþolssvið og finnst í köldum vötnum og volgum laugum.

Fæða

Fæða vatnabobba samanstendur af ásætuþörungum, gjarnan kísilþörungum, sem hann skefur upp með svo kallaðri skráptungu.

Annað

Lífsferill tjarnabobba er mjög breytilegur. Í köldustu vötnum er hann tvö ár að verða kynþroska en í volgrum geta margar kynslóðir þroskast á hverju ári.