Um vefinn
Aðrir greiningalyklar

Í vatninu á botninum - Önnur dýr > Hydra


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Hydrur eða armfætlur eru sérkennileg dýr skyld marglyttum og sæfíflum. Þær eru smávaxnar og hvítglærar á lit. Líkaminn er sívalur en ekki tvíhliða heldur með geislótta samhverfu. Neðst á bolnum er haldfesta sem hydran notar til að festa sig við undirlag svo sem steina og plöntur. Á hinum endanum er munnur umkringdur allt að tólf hreyfanlegum öngum. Angarnir grípa fæðu, svo sem árfætlur og vatnaflær, og notar hydran sérstakar stingfrumur sem eru í öngunum til að lama bráðina.

Búsvæði

Hydrur finnast gjarnan í ómenguðum, gróðursælum tjörnum og veiðast oft í háfa ef þeir eru dregnir gegnum vatnagróður.

Fæða

Eins og áður sagði veiðir hydran smávaxin krabbadýr og önnur vatnadýr.