Ranafló


Ljósmynd

Teikning

Lýsing

Ranaflóin er auðþekkt á nokkurs konar rana sem gengur fram úr höfðinu. Fremri fálmararnir mynda þennan rana sem minnir á nef spóans og getur orðið jafn langur og búkur dýrsins. Skjöldurinn er með áberandi kryppu og eru broddar á afturhlið hans á báðum kynjum. Stærðin er 0,4-0,6 mm og eru kvendýrin að jafnaði stærri. Flóin er ljós á litinn.

Búsvæði

Tegundin er útbreidd í öllum gerðum vatna og tjarna. Hún er algeng í svifinu.

Fæða

Dýrið síar fæðuagnir með fótunum úr vatninu, mest smásæja þörunga og frumdýr.

Annað

Kvendýrin eru alls staðar algengari en karldýr enda fjölgar tegundin sér líka með meyfæðingum. Á veturna eru það eggin sem liggja í dvala og þegar umhverfið leyfir hefst mikil fjölgun. Hvert kvendýr ber 9-12 egg í sérstöku hylki innan skjaldarins.