Engjarós

Potentilla palustris

Lýsing

Neðstu blöð eru stakfjöðruð en efri stöngulblöðin fingruð. Smáblöðin eru sagtennt, blágræn og hærð á neðra borði.

Blómin eru stór, 10–14 cm að þvermáli. Innst eru mjó og mjög lítil krónublöð, þá koma stór, egglaga bikarblöð, sem mest ber á, og síðan mjóslegin utanbikarblöð.

Greiningarlykill


Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Rauðleitur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt