Fjöruarfi

Honckenya peploides

Lýsing

Blöðin eru þykk, hárlaus, kjötkennd og sitja allþétt. Þau eru oddbaugótt eða egglaga og gagnstæð.

Blómin sitja einstök eða í blómfáum skúfum. Plöntur eru annaðhvort karlkyns eða kvenkyns eftir því, hvor kynfæri, fræflar eða frævur, ná að þroskast. Í karlplöntum eru bikar- og krónublöð álíka löng, en í kvenblómum eru krónublöð mun styttri.

Nytjar

Varasamt þótti ef fé át of mikið af arfanum.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Gagnstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt