Flagahnoðri

Sedum villosum

Lýsing

Blöðin eru safamikil, hálfsívöl og snubbótt, um 5 mm á lengd, rauðleit, sitja allþétt en eru stakstæð.

Blómin eru fá saman í legglöngum skúfum. Krónublöðin eru í fyrstu mjög ljósrauð en verða smám saman sífellt fjólublárri, auk þess sem þau taka að vaxa um nærri helming. Á hverju krónublaði er djúp miðrák, þar sem liturinn er sterkastur.

Greiningarlykill


Blómskipan
Annað
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Rauðleitur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Mjó blöð
Blaðstrengir
Annað