Horblaðka

Menyanthes trifoliata

Lýsing

Blöð á löngum stilk, þrífingruð, vaxa upp af gildum og löngum jarðstöngli, sem flýtur á vatni eða liggur laus ofan á mosa í mýrum.

Blómin fá en þétt í klasa á háum, skástæðum og blaðlausum blómstöngli.

Nytjar

Hún þykir góð við skyrbjúgi, gulu, miltis- og lifrarveiki o.fl. Búið er til seyði eða te af rótum og blöðum. Horblaðka þótti góð til hárþvotta og með njóla er te af henni gott við harðlífi.

Greiningarlykill


Blómskipan
Klasi/ax
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt