Maríuvendlingur

Gentianella tenella

Lýsing

Stöngullinn er grannur en neðst á honum eru venjulega margar uppsveigðar stofngreinar, sem eru nærri jafnháar aðalstöngli. Blöðin eru lítil, öfugegglaga eða sporbaugótt. Stönglar og greinar eru blaðlausar ofan til. Plantan er meira eða minna blámenguð.

Blómin ljósblá eða fjólublá, bikarblöð um helmingi styttri.

Greiningarlykill


Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Blár
Blaðskipan
Gagnstæð
Blaðlögun
Venjuleg heil
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt