Melasól

Papaver radicatum

Lýsing

Blöðin mynda stofnhvirfingu, eru stilkuð, grágræn og fjaðurskipt, með sepótta blaðhluta. Stöngull ber eitt endastætt stórt blóm. Plantan er öll hærð.

Blóm stór, allt að 3 cm að þvermáli. Krónublöðin eru fjögur og falla burt hreyfi vind að ráði. Þau eru oftast brennisteinsgul en geta á stundum verið hvít eða ljósrauð. Bikarblöðin eru stór og aðeins tvö og detta af um leið og plantan blómgast.

Nytjar

Hún var talin góð við svefnleysi, stríðum verkjum og sinateygjum.

Greiningarlykill


Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
4 krónublöð
Blómlitur
Gulur
Blaðskipan
Stofnhvirfing
Blaðlögun
Sepótt/Flipótt blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt