Beitilyng
Calluna vulgaris
Lýsing
Blöð eru mjög lítil, barrlík, stilklaus og niður úr þeim ganga tveir separ. Þau eru í tveimur gagnstæðum röðum á stöngli, svo að greinarnar sýnast ferstrendar.Blóm eru lítil í löngum klösum. Bikarinn er helmingi lengri en krónan en er eins á litinn.
Nytjar
Beitilyng var fyrrum talin afbragðs beitarjurt.Te af beitilyngi er sagt gott við nýrna- og blöðrusteinum. Beitilyngshunang er talið mjög hollt.
Þá er lyngið vinsælt til litunar, því að fá má fram mörg litbrigði: Gult, gulgrænt, grænt, mógrænt eða dökkbrúnt, með mislangri suðu og íblöndun blásteins og vítríóls .
Greiningarlykill
Blómskipan
![](icon/A4.png)
Klasi/ax
Blómkróna
![](icon/B2.png)
4 krónublöð
Blómlitur
![](icon/C4.png)
Rauðleitur
Blaðskipan
![](icon/D1.png)
Kransstæð
Blaðlögun
![](icon/E2.png)
Mjó blöð
Blaðstrengir
![](icon/F2.png)
Fjaðurstrengjótt