Annað efni

Hér má finna vefi með gagnlegum efni um námstækni, náms- og starfsfræðslu og vinnuvernd. Vefirnir eru allir ætlaðir nemendum á unglingastigi grunnskóla.

Margt er um að velja - vefefni (pdf) Námsefni í náms- og starfsfræðslu fyrir efstu bekki grunnskóla. Um er að ræða efni á pdf formi. Efninu er ætlað að auðvelda nemendum val á námi og starfi. Það hefur að geyma 14 verkefni og kennsluleiðbeiningar sem fylgja hverju þeirra.

Námstækni - pdf
Hér geta nemendur kynnt sér árangursríkar aðferðir í námi, þjálfast í að taka námsvenjur sínar til athugunar og setja sér raunhæf markmið í námi. Í stuttu máli er fjallað um atriði eins og skipulagningu á tíma, minni og einbeitingu, lestrar- og glósuaðferðir, próflestur, ritgerðarsmíð, hugarfar, ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð. Hagnýt verkefni fylgja. Efnið er á pdf-sniði til útprentunar.

Vinnuvernd - pdf
Fræðsluefni á glærum fyrir efstu bekki grunnskóla og framhaldsskóla um ýmsa þætti vinnuverndar.

Vinnuvernd - ppt
Fræðsluefni á glærum fyrir efstu bekki grunnskóla og framhaldsskóla um ýmsa þætti vinnuverndar. Kennsluleiðbeiningar með skýringum og upplýsingum til kennara fylgja efninu og er að finna neðanmáls í Notes Pages í Power Point skjali. Þar er einnig að finna tillögur að spurningum og verkefnum. Efnið er unnið í samstarfi við Vinnueftirlitið.

© 2011 Höfundur kennsluleiðbeininga og verkefna: Helga Helgadóttir

© 2011 Teikningar: Rán Flygenring
Vefhönnun: Arnar Ólafsson
Forritun: Hildigunnur Halldórsdóttir
Ritstjórn: Aldís Yngvadóttir og Sylvía Guðmundsdóttir

2011 Námsgagnastofnun