Ætihvönn

Angelica archangelica

Lýsing

Blöðin eru mjög stór, þríhyrnd að ummáli og fjöðruð. Endasmáblaðið er þrískipt. Stórgerð og hávaxin jurt með hárlausan og gáróttan stöngul sem greinist ofan til.

Blómin eru grænhvít og sitja í mörgum smáum sveipum, sem síðan mynda einn stóran samsettan sveip.

Nytjar

Ætihvönn var ræktuð og höfð til manneldis. Hún er einnig góð lækningaplanta.

Greiningarlykill


Blómskipan
Sveipur
Blómkróna
5 krónublöð
Blómlitur
Hvítur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Fjaðurstrengjótt