Lambagras
Silene acaulis
Lýsing
Blöð eru striklaga, sitja í hvirfingu, hærð á röndum. Upp af djúpstæðri stólparót, holtarótinni, vaxa margir stönglar þétt saman og verða að þybbnum, hvelfdum þúfum eða flötum gróðurtorfum.Hver stöngull ber eitt blóm, þau eru einstök í blaðöxlum, nærri legglaus. Oft má sjá þrjár mismunandi gerðir blóma í sömu þúfu: Tvíkynja blóm eru stærst og fagur-rósrauð; karlblóm eru nærri eins stór, ber mikið á 10 rjómagulum fræflum en á stundum sér í óþroskaða frævu; kvenblóm eru minnst og fölbleik á lit. Þau þekkjast á þremur löngum, S-beygðum stílum.
Nytjar
Holtarætur, öðru nafni harðseigjur eða harðsægjur, þóttu mesta toræti nema þær væru vel soðnar. Til er máltæki: Flest er það matur sem í magann kemst nema holtarótin óseydd.Einnig má steikja þær á pönnu í smjöri og hafa með öðrum mat.
Greiningarlykill
                  Blómskipan
                      
 
                      
				
                Einstakt blóm
                  
 Blómkróna				
		              
		              
		
              5 krónublöð
               	
 Blómlitur			  
		              
		               
			
		     Rauðleitur
               
			  Blaðskipan
		                
		                
	
		    Stakstæð
             	
		 Blaðlögun			
		                
		               
		  
		  Mjó blöð
           
		   	 Blaðstrengir
		                
		                
   
 Fjaðurstrengjótt	
             
