Trefjasóley

Ranunc. hyperboreus

Lýsing

Blöð eru þríflipótt; flipar geta verið stöku sinnum skertir í oddinn, svo að blöðin virðast flipóttari. Plantan er hárlaus og dökkgræn og vex bæði í votlendi og í grunnu vatni. Stöngull getur bæði verið skriðull og flotlægur.

Blómin eru þrídeild, lítil (5 mm breið) og standa á bogsveigðum leggjum.

Greiningarlykill


Blómskipan
Einstakt blóm
Blómkróna
3 eða færri
Blómlitur
Gulur
Blaðskipan
Stakstæð
Blaðlögun
Skipt/Samsett blöð
Blaðstrengir
Handstrengjótt