LANDGRUNN

Ísland er eyja í úthafi. Undir yfirborði hafsins er fjölbreytt landslag, fjöll, neðansjávardalir og gil. Segja má að Ísland hvíli á eins konar stalli eða landgrunni sem er svipað að lögun og útlínur landsins.

Yfirleitt er miðað við að landgrunnið sé á 50–200 m dýpi. Það er breiðast úti fyrir Vestfjörðum og mjóst út af Suðurlandi austan Vestmannaeyja.

Þetta svæði í hafinu er mjög mikilvægt og sem dæmi má nefna að þarna eru aðalhrygningar- og uppeldisstöðvar helstu nytjafiska okkar og þar eru gjöfulustu fiskimið Íslendinga. Frá landgrunninu eru brattar hlíðar niður í djúpið.