SKJÓLSÆL FJARA

Fjörur eru margvíslegar að gerð til dæmis eftir gerð undirlags, halla og brimasemi, seltu, hitastigi sjávar. Það eru klettafjörur, malarfjörur, hnullungafjörur, sandfjörur og leirur.

Brim og undirlag hefur líklega langmest áhrif á hvers konar lífríki er að finna í fjörunni.

Skjólsælar fjörur geta verið með leir eða fíngerðum sandi. Þær virðast snauðar við fyrstu sýn en ofan í leirnum leynist oft fjölskrúðugt lífríki. Vaðfuglar hópast í leirfjörur í leit að æti vor og haust.